Mánudagur.
Enn og aftur mætti skaparinn í morgun og gaf okkur einn dag í viðbót. Hann ætlar víst að leyfa okkur að halda áfram eitthvað lengur.
Veðrið hérna í Odense hefur minnt ískyggilega mikið á kuldatímabilið mitt á Keflavíkurflugvelli. Vann um þetta leyti einu sinni hér um árið og ugh...ekki viss um að ég vilji endurtaka það. Kalt og hreinlega ekkert að gera. Ömurleg tilfinning að vinna þannig.
Dagurinn í dag byrjaði á því að ég vaknaði svona í seinna lagi. Búinn að láta símann snooza sig máttlausan, en náði á skikkanlegum tíma heim til Sólrúnar til að taka við Matthíasi. Ég gerði nú lítið í lærdómnum, en sat með piltinum til að byrja með og horfði á Súperman. Matthías veit nákvæmlega hvað þetta gengur út á. Hann var alveg frábær. Bjó til byssu og svo flugvél úr legókubbunum sínum og skaut og flaug út um allt.
Eftir að Sólrún kom heim þá fór ég upp í skóla og svo á fund með Lilienhoff. Ef þið munið þá erum við í hópnum mínum að gera verkefni um þetta fyrirtæki. Mjög spennandi.
Núna er ég að koma gömlu græjunum sem ég keypti á Ebay í gang. Fékk loks spennubreyti í dag...oh hvað ég hlakka til...já heyrðu læra.
sjáumst.
Arnar Thor
Veðrið hérna í Odense hefur minnt ískyggilega mikið á kuldatímabilið mitt á Keflavíkurflugvelli. Vann um þetta leyti einu sinni hér um árið og ugh...ekki viss um að ég vilji endurtaka það. Kalt og hreinlega ekkert að gera. Ömurleg tilfinning að vinna þannig.
Dagurinn í dag byrjaði á því að ég vaknaði svona í seinna lagi. Búinn að láta símann snooza sig máttlausan, en náði á skikkanlegum tíma heim til Sólrúnar til að taka við Matthíasi. Ég gerði nú lítið í lærdómnum, en sat með piltinum til að byrja með og horfði á Súperman. Matthías veit nákvæmlega hvað þetta gengur út á. Hann var alveg frábær. Bjó til byssu og svo flugvél úr legókubbunum sínum og skaut og flaug út um allt.
Eftir að Sólrún kom heim þá fór ég upp í skóla og svo á fund með Lilienhoff. Ef þið munið þá erum við í hópnum mínum að gera verkefni um þetta fyrirtæki. Mjög spennandi.
Núna er ég að koma gömlu græjunum sem ég keypti á Ebay í gang. Fékk loks spennubreyti í dag...oh hvað ég hlakka til...já heyrðu læra.
sjáumst.
Arnar Thor
Ummæli